Málskostnaðartrygging
Nánari upplýsingar um málskostnaðartryggingu
- Málskostnaðartrygging er annars vegar innifalin í F plús 2, 3 og 4 og hins vegar í húseigendatryggingu.
- Málskostnaðartryggingin sem er innifalin í F plús 2, 3 og 4 greiðir málskostnað þinn vegna ágreinings í einkamálum sem snertir þig sem einstakling. Þó er munur á bótafjárhæðum og upphæð eigin áhættu eftir því um hvaða F plús tryggingu er að ræða.
- Málskostnaðartryggingin sem er innifalin í húseigendatryggingunni greiðir einungis málskostnað þinn vegna ágreinings í einkamálum sem snertir þig sem eiganda fasteignar.
- Skilyrði tryggingarinnar er að þú njótir aðstoðar lögmanns. Lögmaðurinn tilkynnir málið til okkar þegar hann tekur málið að sér.
- Við tilkynnum þér hvort málið falli undir málskostnaðartryggingu eftir að fullnægjandi upplýsingar hafa borist um málið.
Tryggingin bætir
- Málskostnað vegna einkamála sem snertir þig sem einstakling og getur komið til úrlausnar héraðsdóms, Landsréttar eða Hæstaréttar á Íslandi.
Tryggingin bætir ekki
- Málskostnað vegna sakamála.
- Málskostnað vegna hjónaskilnaða, sambandsslita, umgengnismála eða forræðismála.
- Málskostnað sem tengist atvinnurekstri.
- Málskostnað sem tengist fasteign.
- Málskostnað sem kemur til vegna notkunar eða eignar þeirra sem tryggingin nær yfir á farartækjum, eða hverskyns tengivögnum.
- Málskostnað vegna gjaldþrota, nauðungarsamninga, veða, krafa, víxla eða innheimtumála.
- Málskostnað vegna ágreinings við VÍS.
Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.
Skilmálar, afslættir og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.
Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.