Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 16.10.2023

Tími vetrardekkja

Vetur konungur er farinn að gera vart við sig og því fylgir að huga þarf að dekkjum bílsins.

Góð dekk eru mikið öryggisatriði

Góð vetrardekk með réttum loftþrýstingi auka stöðugleika, stytta hemlunarvegalengd, minnka líkur á að bíll fljóti upp og eru orkusparandi.

Hafa ber í huga að:

  • Dekkin séu gerð fyrir vetraraðstæður
  • Mynsturdýpt sé að lágmarki 3 mm og það í öllu mynstrinu
  • Dekk séu ekki miseydd
  • Hreinsa dekkin
  • Athuga hvort loftþrýstingur sé réttur og sá sami í öllum dekkjunum
  • Skoða hvort þurfi að svissa fram- og afturdekkjum
  • Ef þyngd bíls er 3.500 kg. að þyngd þá þurfa dekkin að vera öll sömu gerðar

Ef þú þarft að endurnýja dekkin þá hvetjum við þig til að skoða góða afslætti hjá samstarfsaðilum okkar í VÍS appinu.