Mættu því óvænta - af öryggi
Nú eru jólin á næsta leiti og margir jafnvel búnir að skreyta hjá sér með fallegum ljósum og jólaskrauti í öllum stærðum og gerðum.

Eins fallegt og jólaskrautið er þá er mikilvægt að ganga úr skugga um að ekki sé hætta á að kvikni í og mælum við með LED kertum og seríum þar sem eldhætta þar er lítil.
Það er líka mjög góð regla að fara yfir eldvarnir heimilisins og mælum við sannarlega með því í jólaundirbúningnum.
- Eru reykskynjararnir í toppstandi?
- Er eldvarnateppið þar sem allir sjá það?
- Þarf að yfirfara slökkvitækið (þarf að gera þriðja til fimmta hvert ár)?
Ef lifandi kerti er notað í aðventukransa og aðrar skreytingar þarf að hafa þær þannig að sem minnst hætta sé á að kvikni í þeim þó að gleymist að slökkva.
Mætum hátíðinni af öryggi. Tryggjum eldvarnir heimilisins og nýtum okkur frábæra afslætti hjá fjölmörgum samstarfsaðilum okkar í VÍS appinu.
Með ósk um gleði og öryggi um hátíðarnar