Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 26.11.2021

VÍS tekur þátt í stafrænum mánudegi

VÍS tekur þátt í stafrænum mánudegi (e. Cyber Monday) og gerir það í fyrsta sinn! 

Hægt er að kaupa Ökuvísi á stafrænum mánudegi og fá gjafakort hjá Íslandsbanka
Hægt er að kaupa Ökuvísi á stafrænum mánudegi og fá gjafakort hjá Íslandsbanka

Stafrænn mánudagur er fyrsti mánudagurinn eftir svartan föstudag (e. Black Friday) sem er 29. nóvember næstkomandi. Dagurinn er farinn að festa sig rækilega í sessi sem einn stærsti netverslunardagurinn hér á landi ─ enda bjóða mörg fyrirtæki upp á góð tilboð í vefverslunum sínum. 

Eins og áður verður hægt að kaupa Ökuvísi í appinu ─ en þeir sem tryggja sér Ökuvísi á stafrænum mánudegi fá að auki 15.000 króna gjafabréf frá Íslandsbanka. Tilboðið gildir í einn sólarhring, eða frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 29. nóvember til miðnættis aðfararnótt þriðjudags. 

Ökuvísir er byltingarkennd ökutækjatrygging 

Ökuvísir er fyrsta ökutækjatryggingin á heimsvísu þar sem verðið byggir eingöngu á akstrinum. Því minna ─ og betur ─ sem viðskiptavinir okkar keyra, því minna borga þeir. Viðskiptavinirnir stjórna því ferðinni, í orðsins fyllstu merkingu. Viðskiptavinir fá endurgjöf á aksturinn með Ökuvísis appinu — og allt kapp er lagt á að gera upplifunina sem besta. Appið er einfalt í notkun og nýtir hugmyndafræði leikjunar eða leikjavæðingar, sem kallast gamification á ensku, á snjallan og nýstárlegan máta. 

Ökuvísir hefur vakið mikla athygli fyrir frumlega og nýstárlega nálgun í ökutækjatryggingum þar sem viðskiptavinum er verðlaunað fyrir lítinn og góðan akstur ─ með lægri iðgjöldum. Þess ber að geta að Ökuvísir hlaut nýlega alþjóðleg nýsköpunarverðlaun á vegum tæknifyrirtækisins Outsystems. Þetta var í fyrsta skiptið sem verðlaunað var fyrir nýsköpun í vöruþróun (e. Product Innovation) — og Ökuvísir varð fyrir valinu! Ökuvísir var því valinn úr hópi annarra eftirtektarverðra erlendra stafrænna tækninýjunga. 

„Við erum á stafrænni vegferð og ætlum að breyta því hvernig tryggingar virka. Ökuvísir er gott dæmi um það" sagði Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir, markaðsstjóri VÍS.  „Þess vegna fannst okkur kjörið að bjóða upp á stafræna vöru á stafrænum mánudegi! Við erum fullviss um að enn fleiri viðskiptavinir okkar eigi eftir að grípa tækifærið og tryggja sér ökutækjatryggingu hjá VÍS. Ökuvísir snýst nefnilega um að keyra betur ─ og borga minna“ sagði hún jafnramt.