Ökuvísir vekur athygli
Ökuvísir er byltingarkennd nýjung að svo mörgu leyti.

Ekki einungis er tæknin framúrskarandi heldur hugmyndafræðin líka. Ökuvísir er fyrsta ökutækjatryggingin á heimsvísu þar sem verðið byggir eingöngu á akstrinum. Því minna og betur sem viðskiptavinir okkar keyra, því minna borga þeir. Viðskiptavinirnir stjórna því ferðinni, í orðsins fyllstu merkingu.
Þess vegna er gaman að sjá áhugaverða umfjöllun um Ökuvísi hjá Outsystems, samstarfsaðila okkar.
Við mælum heilshugar með lestri. Hægt er að lesa greinina hér.