Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 31.08.2021

Ánægðari viðskiptavinir

Ánægja viðskiptavina okkar staðfestir að við séum á réttri leið og veitir okkur byr undir báða vængi.

Við höfum sagt frá því áður, en við ætlum að breyta því hvernig tryggingar virka. Það krefst hugrekkis og kjarks að hugsa hlutina upp á nýtt. Þess vegna erum við stolt af þeim nýjungum sem við höfum kynnt til sögunnar á árinu. Þarfir viðskiptavinanna eru nefnilega leiðarljósið í öllu okkar starfi ─ því við vitum að tryggingar snúast um fólk.

Byltingarkenndar nýjungar

Í upphafi árs kynntum við Ökuvísi til leiks sem er byltingarkennd nýjung í ökutækjatryggingum á Íslandi. Ökuvísir er app ─ og viðskiptavinum okkar er verðlaunað fyrir góðan og lítinn akstur með lægri iðgjöldum. Nýlega kynntum við til sögunnar stórbætta kaskótryggingu sem við teljum vera þá bestu hér á landi, því hún er með víðtækustu verndina sem völ er á. Þessar nýjungar hafa hlotið frábærar viðtökur hjá viðskiptavinum okkar ─ sem við erum virkilega mjög stolt af. Nú erum við að umbylta kaupferli líf- og sjúkdómatrygginga sem við hlökkum til að kynna til sögunnar á næstu vikum.

Ánægja ykkar hvetur okkur áfram

Ánægja viðskiptavina okkar staðfestir að við séum á réttri leið og veitir okkur byr undir báða vængi. Fyrir það erum við auðmjúk og þakklát ─ alveg gríðarlega þakklát! Við höldum áfram að hlusta á viðskiptavini okkar ─ og breyta því hvernig tryggingar virka.  Tilgangur okkar er nefnilega skýr ─ við erum traust bakland í óvissu lífsins.