Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 19.03.2021

Aðalfundur VÍS

Aðalfundur VÍS verður haldinn í höfuðstöðvum félagsins, Ármúla 3, föstudaginn 19. mars kl. 16:00.

Aðalfundur VÍS verður haldinn föstudaginn 19. mars kl. 16:00.

Hægt verður að mæta á staðinn en einnig verður boðið upp á rafræna þátttöku.

Hluthafar eða umboðsmenn hluthafa sem hafa hug á því að sækja fundinn, hvort sem er rafrænt eða á staðnum, eru beðnir um að skrá sig á vefsíðunni www.smartagm.com eigi síðar en kl. 16.00 þann 18. mars, eða degi fyrir fundardag. Með innskráningu þarf að fylgja mynd af skilríkjum og umboð, ef við á.

Öll gögn vegna aðalfundar, s.s. ályktunartillögur stjórnar til aðalfundar, ársskýrsla félagsins, skýrsla um framkvæmd starfskjarastefnu og enskar þýðingar fundargagna hafa verið gerð aðgengileg á vefsíðu félagsins.

Hér má finna leiðbeiningar vegna rafrænnar þátttöku á fundinum.


,