Frítímaslysatrygging
Frítímaslysatrygging inniheldur dánarbætur, örorkubætur, dagpeninga vegna tímabundins missis starfsorku og bætur vegna tannbrota. Innlendur sjúkrakostnaður vegna slysa sem eru bótaskyld úr tryggingunni er einnig greiddur að ákveðnu hámarki.
Tryggingin gildir hvar sem er í heiminum.
Nánari upplýsingar um frítímaslysatryggingu
Við útskýrum slys með eftirfarandi hætti:
- Slys á líkama: Skyndilegur utanaðkomandi atburður sem veldur meiðslum.
- Slys á útlimum: Skyndilegur atburður sem veldur meiðslum.
Börn í keppnisíþróttum falla undir frítímaslysatryggingu fjölskyldunnar til 16 ára aldurs. Sjá nánar á síðunni íþróttir og áhugamál.
Ef þú ert með frítímaslysatryggingu og ert að fara að keppa erlendis eða stunda áhættusamar tómstundir erlendis getur þú í flestum tilfellum keypt trygginguna íþrótta- og tómstundaáhætta til skamms tíma.
Frítímaslysatrygging er innifalin í F plús 2, 3 og 4 tryggingunum okkar. Þó er munur á bótafjárhæðum og upphæð eigin áhættu eftir því um hvaða F plús tryggingu er að ræða.
Tryggingin bætir
- Slys á líkama vegna skyndilegs utanaðkomandi atburðar
- Slys á útlimum vegna skyndilegs atburðar.
- Slys í frístundum, við heimilisstörf, í skóla eða við almennar íþróttaiðkanir ef það leiðir til tannbrots, tímabundins missis starfsorku, varanlegrar læknisfræðilegrar örorku eða andláts.
- Innlendan sjúkrakostnað vegna slysa sem eru bótaskyld úr tryggingunni.
- Slys í keppni eða slys á æfingu fyrir keppni hjá 16 ára og yngri.
- Slys sem verða af völdum létts bifhjóls í flokki I t.d. rafmagnsvespa undir 50cc.
- Slys sem verða við almenningsþátttöku í keppni eða æfingum fyrir keppni í golfi, götuhjólreiðum, þríþraut, víðavangshlaupi eða götuhlaupi.
Tryggingin bætir ekki
- Slys af völdum skráningarskyldra ökutækja sem eru tryggingarskyld.
- Slys í bardaga- og sjálfsvarnaríþróttum hjá 16 ára og eldri.
- Slys í akstursíþróttum hjá 16 ára og eldri.
- Slys í bjargsigi, kletta-, fjalla- og ísklifri.
- Slys í fjallgöngum af hvaða tegund sem er yfir 4.000 metra hæð frá sjávarmáli.
- Slys í köfun á meira en 10 metra dýpi.
- Slys í loftbelg, svifvængjaflugi, drekaflugi, svifflugi og fisflugi ásamt öðrum sambærilegum athöfnum.
- Slys í teygjustökki, fallhlífarstökki og BASE stökki ásamt öðrum sambærilegum athöfnum.
- Slys í flugi nema áætlunarflugi eða leiguflugi.
Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum F plús 2-4.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.
Skilmálar, afslættir og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.
Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.