Þú stjórnar verðinu
Í lok hvers mánaðar borgar þú miðað við aksturseinkunn bílsins og hversu mikið hann er keyrður.
Ef einhver annar en þú keyrir bílinn þinn þá hefur það áhrif á aksturseinkunn bílsins og verð. Allir ökumenn bílsins verða því að ná í Ökuvísis appið og skrá sig á bílinn í appinu. Ökumenn bílsins geta ekki séð einkunn hvors annars eða hvert var keyrt. Ökuvísir passar upp á persónuverndina.
Ef bíll er ekki notaður yfir heilan mánuð velur þú "Skrá engar ferðir" í Ökuvísis appinu til að tryggja þér hagstæðasta verðið fyrir enga notkun. Ef slíkur bíll er ekki skráður í appinu með engar ferðir eða ef bíll skilar ekki ferðum af einhverjum öðrum ástæðum þá reiknast verðið miðað við lægstu aksturseinkunn og 500 km. akstur.
Þú getur prófað Ökuvísi áður en þú ákveður þig til þess að sjá hvaða aksturseinkunn þú færð og hversu mikið þú keyrir. Reiknivélin okkar sýnir þér svo hvaða verð þú færð miðað við þínar forsendur.

Hvernig virkar Ökuvísir?
Þegar Ökuvísir er settur upp verður að tengja lítinn kubb við appið. Kubburinn mælir aksturslag þitt og gefur þér einkunn.
Persónuverndarstefna Ökuvísis
Starfsfólkið okkar hefur ekki aðgang að persónugreinanlegum staðsetningarupplýsingum. Auk þess viljum við taka fram að upplýsingar úr Ökuvísi eru ekki notaðar í tjónamálum.
Reiknivél Ökuvísis
Því betur sem þú keyrir, því minna borgar þú. Hér getur þú séð hvernig aksturslag hefur áhrif á mánaðarverð.
Spurt og svarað um Ökuvísi
Ökuvísir stuðlar að bættri umferðarmenningu og fækkar slysum í umferðinni. Þeir viðskiptavinir okkar sem tryggja bílana sína með Ökuvísi lenda síður í slysum en aðrir viðskiptavinir.
Skilmálar og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.
Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.