Hoppa yfir valmynd

Vísitölur

Á hverju ári eru bótafjárhæðir og verð flestra trygginga endurskoðuð með tilliti til verðlagsvísitalna Hagstofu Íslands. Algengasti mælikvarði á verðlagsbreytingum eru neysluverðsvísitölur. Í ákveðnum tilfellum eru þó gerðar breytingar á viðskiptakjörum umfram vísitöluhækkanir. Á síðunni endurnýjun trygginga getur þú séð upplýsingar um breytingar á viðskiptakjörum umfram vísitöluhækkanir og ástæðu þeirra. Fyrir frekari upplýsingar getur þú borið saman yfirlit fyrri ára með því að skrá þig inn á vis.is.

Það er mismunandi hvaða vísitölur hafa áhrif á hvaða tryggingu. Í listanum hér fyrir neðan er samantekt á vísitölum sem hafa áhrif á viðskiptakjör og tryggingar þínar hjá VÍS.

Ökutækjatryggingar

Öku­tækja­trygg­ing­ar fylgja þrem­ur mis­mun­andi vísi­töl­um. Þeim er ætlað að end­ur­spegla verðbreyt­ing­ar á því sem bætt er úr hverri trygg­ingu og hafa þær áhrif á verð trygginga. Vísi­töl­urn­ar eru unn­ar af óháðum þriðja aðila.

  • Vísitala lögboðinnar ábyrgðartryggingar er annars vegar reiknuð út frá slysakostnaði sem fylgir launavísitölu og hins vegar kostnaði munatjóna sem tekur meðal annars tillit til vinnu við bifreiðaviðgerðir, verð á varahlutum og afskrifta af kaupverði bifreiða.
  • Vísitala slysatrygginga ökumanns og eiganda er reiknuð út frá slysakostnaði sem fylgir launavísitölu.
  • Kaskó- og bílrúðutryggingar fylgja vísitölu húftrygginga og byggja meðal annars á kostnaði vegna vinnu við bifreiðaviðgerðir, varahluta, afskrifta af kaupvirði bifreiða og eigin áhættu.
Fjölskyldutryggingar
  • Vísitala neysluverðs
Eignatryggingar
  • Byggingarvísitala, vísitala neysluverðs og vísitala neysluverðs án húsnæðis.
Ábyrgðartryggingar
  • Launavísitala, vísitala neysluverðs og byggingarvísitala.
Sjótryggingar
  • Vísitala neysluverðs.
Persónutryggingar
  • Vísitala neysluverðs.
Starfsábyrgðartryggingar
  • Vísitala neysluverðs og byggingarvísitala.

Endilega hafðu samband við okkur ef eitthvað er óljóst og við aðstoðum þig.