Hoppa yfir valmynd

Vísitölur

Á hverju ári eru bótafjárhæðir og verð flestra trygginga endurskoðuð með tilliti til verðlagsvísitalna Hagstofu Íslands. Algengasti mælikvarði á verðlagsbreytingum eru neysluverðsvísitölur. Í ákveðnum tilfellum eru þó gerðar breytingar á viðskiptakjörum umfram vísitöluhækkanir. Á síðunni endurnýjun trygginga getur þú séð upplýsingar um breytingar á viðskiptakjörum umfram vísitöluhækkanir og ástæðu þeirra. Fyrir frekari upplýsingar getur þú borið saman yfirlit fyrri ára með því að skrá þig inn á vis.is.

Það er mismunandi hvaða vísitölur hafa áhrif á hvaða tryggingu. Í listanum hér fyrir neðan er samantekt á vísitölum sem hafa áhrif á viðskiptakjör og tryggingar þínar hjá VÍS.

Hér má sjá upplýsingar um vísitöluhækkanir sem hafa áhrif á endurnýjun trygginga á árinu 2022.

Ökutækjatryggingar
  • Vísitala ábyrgðartrygginga og vísitala kaskótrygginga sem fylgja þróun á vinnu- og varahlutaverði.
  • Vísitala slysatryggingar ökumanns og eiganda fylgir launavísitölu.
Fjölskyldutryggingar
  • Vísitala neysluverðs
Eignatryggingar
  • Byggingarvísitala, vísitala neysluverðs og vísitala neysluverðs án húsnæðis.
Ábyrgðartryggingar
  • Launavísitala, vísitala neysluverðs og byggingarvísitala á fasteignir.
Sjótryggingar
  • Vísitala neysluverðs.
Persónutryggingar
  • Vísitala neysluverðs.
Starfsábyrgðartryggingar
  • Vísitala neysluverðs og byggingarvísitala.

Endilega hafðu samband við okkur ef eitthvað er óljóst og við aðstoðum þig.