Hoppa yfir valmynd

Afnotamiss­is­trygging vegna kynbóta­rækt­unar

Afnotamissistrygging vegna kynbótaræktunarunderlineer innifalin í kynbótahryssutryggingu. Ef þú ert með kynbótahryssutryggingu færðu greiddar bætur ef hryssa er úrskurðuð ónothæf til kynbótaræktunar í kjölfar tiltekins sjúkdóms eða slyss. Fullar bætur fyrir afnotamissi fást ef hryssa er felld en hlutabætur ef ákveðið er að hryssa skuli lifa.

Tryggingin bætir ef hryssa er úrskurðuð ónothæf til kynbótaræktunar vegna

 • Alvarlegra áverka á kynfærum.
 • Augnsjúkdóma.
 • Bólgu í holrúmum höfuðkúpubeins.
 • Brots eða sprungu í beinvef, beineyðingu, hörðnun eða gigt.
 • Flutningaveiki og brjósthimnubólgu.
 • Hófsperru, kölkunar í hófbrjóski, hófbrjóskgangs, hófkrabbameins, sýkingar í hófi, hófsprungu, klofins hófveggjar, hols hófveggjar, lélegs hornefnis, hóftungurots, krabbameins í frumum sem framleiða hornefni í hófvegg.
 • Húðsjúkdóma.
 • Sára.
 • Síendurtekinnar hrossasóttar.
 • Sjúkdóma og áverka vegna köstunar.
 • Viðvarandi hjartagalla.
 • Æxlis.

Tryggingin bætir ekki

 • Afnotamissi vegna sjúkdóma sem voru til staðar eða slysa sem urðu áður en tryggingin tók gildi.
 • Afnotamissi vegna sjúkdóma sem hryssa fær innan 20 daga frá gildistöku tryggingarinnar.
 • Afnotamissi vegna geðslagsvandamála.
 • Afnotamissi vegna stífkrampa ef hryssa er ekki bólusett á fullnægjandi hátt.

Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum hestatryggingar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.

Skilmálar og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Aðrar upplýsingar