Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 12.07.2023

Velkomin á VÍS völlinn

Þórsvöllur verður VÍS völlurinn

Frá undirritun samningsins. Frá vinstri: Aron Birkir Stefánsson, leikmaður Þórs, Ingvi Hrafn Ingvason, þjónustu stjóri VÍS á Akureyri, Sveinn Elías Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, og Hulda Björg Hannesdóttir, leikmaður Þórs/KA.

Nýlega var undirritaður samningur til þriggja ára milli VÍS og íþróttafélagsins Þórs um að hinn víðfrægi Þórsvöllur á Akureyri verði nú VÍS völlurinn. Enda eiga VÍS og Þór rauða litinn sameiginlegan.

Ingvi Hrafn Ingvason, þjónustustjóri VÍS á Akureyri:

„Það liggur beinast við að Þórsvöllurinn verði VÍS-völlurinn, enda eigum við fallega rauða litinn sameiginlegan. Við viljum leggja okkar af mörkum til samfélagsins og það er okkur ljúft og skylt að styrkja íþróttastarfið með þessum hætti. Við hlökkum til samstarfsins.“

Sveinn Elías Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs:

„Við erum þakklát VÍS fyrir þetta rausnarlega framlag og samninginn til næstu þriggja ára. Þetta skiptir íþróttastarfið miklu máli. Við erum því virkilega spennt fyrir komandi tímum.“