Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 30.11.2023

Vaka virkir reykskynjarar yfir þér og þínum

Það er ekki að ástæðulausu að reykskynjara hefur verið tileinkaður einn dagur á hverju ári.

Mikilvægi reykskynjara er óumdeilt og oft er talað um að þeir séu ódýrasta líftryggingin sem hægt er að fá sér. Dagur reykskynjarans er 1. desember og ekki skrítið að það sé í upphafi aðventu þar sem flestir brunar á heimilum verða í desember.

  • Virkir reykskynjarar eiga að vera í öllum rýmum heimilisins.
  • Algengast er að reykskynjarar hafi 9 vatta rafhlöðu sem þarf að skipta um árlega eða rafhlöðu sem lifir í 10 ár.
  • Prófa þarf reykskynjara a.m.k. árlega.
  • Skynjara á að staðsetja sem næst miðju lofts, ekki nær vegg eða ljósi en 30 sm.
  • Líftími reykskynjara er 10 ár, eftir þann tíma þarf að skipta skynjaranum út.
  • Svo má sjá skilaboðin um reykskynjarann í máli og myndum.

Ef vantar 9 vatta rafhlöðu í reykskynjarana þá má nálgast þær á skrifstofum VÍS.