Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 21.02.2023

Tryggjum sýnileika furðuvera á öskudaginn

Mörg börn leggja mikinn metnað í búninga og lagaval á öskudaginn. Með það veganesti þramma þau á milli fyrirtækja og jafnvel heimila, syngja og fá nammi eða annan glaðning að launum.

Skemmtilegur dagur þar sem gott er að huga að sýnileika barnanna og fara í stuttu máli yfir helstu umferðarreglur til að minnka líkur á að þau gleymi sér í hita leiksins og hlaupi yfir götur án þess að huga að umhverfinu.

Eftir daginn eru börnin svo mörg hver vel byrg af nammi og öðru góðgæti sem getur verið skynsamt að borða ekki allt samdægurs. Eins ef lítil systkini eru á heimilinu þarf að passa upp á að þau komist ekki í veisluna þar sem þar geta verið smáir hlutir og annað sem geta verið varasamir fyrir þau.

Tekið verður vel á móti öllum börnum sem leggja leið sína á þjónustuskrifstofur okkar á öskudaginn :-)