Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 03.04.2023

Tími sumardekkja nálgast - kynntu þér dekkjaafsláttinn

Við fögnum því að hitastigið fari hækkandi þessa dagana og tími fyrir sumardekkin fari að nálgast. Eins og flestum er ljóst, þá eru góð dekk gríðarlega mikilvæg þar sem þau auka stöðugleika, stytta hemlunarvegalengd, minnka líkur á að bíll fljóti upp í bleytu og minnka eyðslu bílsins.   

Góð dekk eru mikilvæg!

Við hvetjum þig til að fara vel yfir dekkin og ef þig vantar ný þá bendum við á okkar frábæru samstarfsaðila sem þú finnur í VÍS appinu og bjóða viðskiptavinum okkar m.a. afslátt af dekkjum, dekkjaskiptum og fleiri vörum.

Góðir dekkjapunktar:   

  • Lágmarks mynstursdýpt sumardekkja má ekki vera minni en 1,6 mm. Í VÍS appinu getur þú nálgast dekkjalykil sem mælir mynstursdýpt.  
  • Framleiðsluár er tilgreint á dekkinu en ekki er æskilegt að keyra um á dekkjum sem eru 10 ára eða eldri.  
  • Dekk á bíl sem er 3.500 kg eða léttari skulu öll vera sömu gerðar.  
  • Nagladekk má ekki nota frá 14. apríl til 31. október til nema færð og veður segi annað.  

Ef þú ert á heilsársdekkjum er mikilvægt að:  

  • Þvo þau með dekkjahreinsi eftir veturinn.  
  • Fara yfir hvort mynstursdýpt sé næg.  
  • Athuga loftþrýstinginn.  
  • Skoða hvort þurfi að svissa fram- og afturdekkjum en framdekk eyðast oft meira.