Sleppum því að hamstra!
Töluvert hefur verið um að einstaklingar séu að hamstra varabyrgðir af eldsneyti með því að setja á brúsa og í önnur ílát. Við hvetjum alla til að láta það duga að fylla á bílinn en ekki setja á brúsa og geyma þá í bílnum eða heima.

Þrjár ástæður fyrir því að geyma ekki eldsneyti innanhúss:
- Eldsneyti þenst út þegar hitastig hækkar
- Eldsneytisgufur geta lekið út í umhverfið og lítill blossi orðið að stóru báli
- Eingöngu má setja eldsneyti á þar til gerða brúsa
Fyrir þau sem ekki hafa tök á að ferðast um á rafmagnsbíl, hjólandi eða gangandi getur verið klókt að draga úr ferðum sínum, keyra sparakstur eða nota almenningssamgöngur.