Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 19.12.2023

Hinkrum eftir því að það verði talið öruggt að fara

Aftur er farið að gjósa á Reykjanesi og má búast við að marga langar til að bera sjónarspilið augum líkt og var í fyrri gosum.

Við hvetjum alla til að fara ekki af stað fyrr en viðbragðsaðilar hafa náð utan um stöðuna og Almannavarnir gefið út að öruggt sé að fara og hvaða leið sé best til þess fallin. Þegar leyft verður að fara af stað þá er gott að hafa eftirfarandi í huga:

 • Veðurspá
 • Góður ferðafélagi
 • Fullhlaðinn sími og hleðslubanki
 • Höfuðljós
 • Göngu- og hlífðarfatnaður
 • Gönguskór
 • Mannbrodda
 • Göngustafir
 • Bakpoki
 • Nesti
 • Vatnsbrúsi