Gleðilegt nýtt og öruggt ár
Flugeldar eru stór partur af áramótum með sínum ljósum og gleði fyrir unga sem aldna.

Mikilvægt er að umgangast þá af varúð til að koma í veg fyrir slys.
- Förum eftir leiðbeiningum.
- Virðum aldursmörk og gætum að börnum.
- Munum að áfengi og flugeldar fara ekki saman.
- Notum öryggisgleraugu.
- Notum ullar- eða skinnhanska.
- Virðum fjarlægðarmörk frá skotstað um 20 metra.
- Notum traustar undirstöður og slétt undirlag fyrir standblys og skotkökur.
- Ef flugeldakaka er í kassa, skerum flipa kassans af áður en skotið er.
- Kveikjum í með útréttri hendi og víkjum strax frá.
- Ef flugeldavara virkar ekki eins og á að vera förum ekki strax að henni.
- Munum að það er hált úti og spariskórnir ekki þeir stömustu.
Njótum áramótanna með gleði í hjarta. Með ósk um ánægjuleg áramót og heillaríkt ár.