Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 08.09.2023

Er örbylgjuloftnet hjá þér?

Örbylgjuloftnet voru víða sett upp á sínum tíma til að ná áskriftarsjónvarpi Fjölvarpsins en það hætti útsendingum árið 2017.

Brunar af völdum örbylgjuloftneta

Á höfuðborgarsvæðinu er enn þúsundir loftneta uppsett og virk. Ýmsir ókostir fylgja því og er þar alvarlegast brunahætta. Fyrir nokkru kviknaði t.a.m. í þaki fjölbýlishúss vegna þessa. Við hvetjum alla sem hafa slíkan búnað hjá sér til að aftengja hann til að koma í veg fyrir þessa hættu.

Fjarskiptafyrirtækin hafa einnig verið að kljást við truflanir á farsímasambandi af völdum þessara loftneta og gildir þá engu hvort um er að ræða símtöl, skilaboð eða netnotkun.