Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 08.09.2023

Brunar af völdum rafhlaupahjóla

Brunum sem rekja má til hleðslu rafhlaupahjóla fer fjölgandi.

Brunar í rafhlaupahjólum

Mikilvægt er að hlaða rafhlaupahjólin eins örugglega og hægt er sérstaklega ef þau eru hlaðin innandyra.

  • Hafa reykskynjara í rýminu þar sem hlaðið er.
  • Hafa slökkvibúnað til staðar líkt og eldvarnateppi og slökkvitæki.
  • Ekki hlaða rafhlaupahjól sem hefur fengið högg þar sem rafhlaðan er nema fagaðili hafi skoðað hjólið og staðfest að það sé í lagi.
  • Vera með rétt hleðslutæki.
  • Ekki nota hleðslutæki sem er laskað.
  • Hafa hleðslutækið sjálft á hörðu undirlagi.
  • Hafa eldsmat ekki nærri hlaupahjóli í hleðslu.