Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 13.12.2023

Brunar á heimilum algengastir í desember

Það má með sanni segja aðventan og jólahátíðin sé tími ljósa. Þeim fjölgar með hverjum deginum og mörgum þykja þau órjúfanlegur partur mánaðarins.

Desember er því miður líka sá mánuður þar sem brunar á heimilum eru hvað tíðastir. Algengast er að kvikni í út frá eldamennsku og lifandi kertum. Við fögnum ledkertum og -seríum og minnum á að eldvarnir eru ótrúlega mikilvægar á þessum tíma.

  • Eru reykskynjarar í öllum rýmum og búið að yfirfara þá?
  • Er yfirfarið slökkvitæki á sýnilegum stað við flóttaleið?
  • Er eldvarnateppi á áberandi stað í eldhúsinu?
  • Eru lifandi kerti í traustum stjaka og á öruggum stað?
  • Er passað upp á háttatíma kertanna?
  • Er þess gætt að yfirgefa ekki eldhúsið meðan eldað er?