Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 21.03.2022

Við tökum vel á móti vinum okkar frá Úkraínu

Það er okkur ljúft og skylt að taka vel á móti flóttafólki sem kemur hingað til lands frá Úkraínu. Þeir flóttamenn sem dvelja á heimilum viðskiptavina okkar eða í híbýlum í eigu viðskiptavina fá sjálfkrafa sömu tryggingavernd og viðskiptavinir, þeim að kostnaðarlausu.

Tryggingaverndin felur meðal annars í sér innbústryggingu og innbúskaskó fyrir persónulega muni sem það hefur með sér eða mun eignast meðan það dvelur hér á landi. Auk þess fellur slysatrygging í frítíma og ábyrgðartrygging einstaklings undir tryggingaverndina.

Ekki þarf að sækja sérstaklega um trygginguna og tryggingin tekur strax gildi fyrir flóttafólkið, en þegar viðkomandi einstaklingar flytja í varanlegt húsnæði þarf það að sækja um sér F+ tryggingu og við aðstoðum við að veita viðeigandi vernd.

Tryggingin er í boði fyrir alla þá sem tilheyra þessum hópi fólks og dvelja á heimilum viðskiptavina í F plús sem opna heimili sín og mun ekki hafa áhrif á tryggingakjör viðskiptavina okkar.