Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 28.09.2022

Þjónusta VÍS dagana 29. september – 3. október 2022

Vegna árshátíðarferðar starfsmanna VÍS verður opnunartími á þjónustuskrifstofum okkar og í þjónustusíma skertur dagana 29. september – 3. október 2022.

Þjónusta þessa daga verður eftirfarandi:

Fimmtudagurinn 29. september

  • Þjónustuskrifstofur okkar á Egilsstöðum og á Ísafirði verða lokaðar en aðrar þjónustuskrifstofur í kringum landið opnar.
  • Þjónustusíminn 560 5000 og netspjallið verður opið milli 09.00-16.00.

Föstudagurinn 30. september

  • Allar þjónustuskrifstofur okkar verða lokaðar þennan dag.
  • Þjónustusíminn verður lokaður en netspjallið verður opið milli 09.00-15.30.

Mánudagurinn 3. október

  • Allar þjónustuskrifstofur okkar verða lokaðar þennan dag.
  • Þjónustusíminn 560 5000 og netspjallið verður opið milli 09.00-16.00.

Alltaf er hægt að tilkynna tjón á vefnum okkar og í neyðartilfellum líkt og í vatnstjónum bendum við á símanúmerið 560 5000 og velja neyðaratvik.

Athugið að þar sem færri starfsmenn eru í vinnu gæti hægst á þjónustunni og biðjumst við velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.