Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 10.10.2022

HS Veitur bæta tjónið

Bilun varð í tengikassa HS Veitna í Urriðaholti í Garðabæ þann 23. september síðastliðinn með þeim afleiðingum að of mikil spenna fór í nærliggjandi fasteignir og olli tjóni á raftækjum.

Samkvæmt íslenskum lögum ber fólk skaðabótaábyrgð á tjóni sem það veldur öðrum með saknæmum og ólögmætum hætti. Skilyrði þess að tjónið teljist bótaskylt er þannig að sýnt sé fram á að tjónið verði rakið til saknæmrar vanrækslu HS Veitna eða starfsmanna þeirra.  

Orsakir bilunarinnar hafa nú verið kannaðar og er ekkert sem bendir til þess að frágangur og vinnubrögð HS Veitna hafi verið ófullnægjandi eða í einhverju ósamræmi við reglur og staðla. Tjónið er því ekki bótaskylt úr ábyrgðartryggingu HS Veitna. 

Stjórn HS Veitna hefur hins vegar ákveðið að bæta tjón þeirra viðskiptavina sem urðu fyrir tjóni vegna spennubreytingar, án viðurkenningar á bótaskyldu. 

Þeir viðskiptavinir sem hafa nú þegar tilkynnt tjónið til VÍS verða greiddar bætur á næstu dögum skv. mati fagaðila. 

  • Næsta skref hjá tjónþolum er að panta heimsókn frá rafeindavirkja sem myndi meta tjónið.  
  • Heimsóknin er pöntuð á heimasíðu rafbraut.is  og mæta rafeindavirkjar eftir kl. 17.   

Kostnaður vegna tjónamats verður greiddur af HS Veitum.    

VÍS mun sjá um tjónauppgjör við alla tjónþola fyrir hönd HS Veitna. Við hvetjum ykkur til að hafa samband á tjon@vis.is eða í síma 560 5000 ef einhverjar spurningar vakna.