Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 15.08.2022

HEY! Góða ferð

Í sumar fengum við nokkra bændur með okkur í lið og báðum þá að merkja heyrúllurnar sínar með skemmtilegum skilaboðum.

Heyrúllunum var svo komið fyrir nálægt þjóðvegi 1 til að skilaboðin næðu til sem flestra.

Þetta heppnaðist ljómandi vel og vonandi fóru þessi góðu skilaboð ekki fram hjá ferðalöngum.

Þeir sem hafa ekki séð þessi skilaboð þurfa ekki að örvænta því að þau munu standa allavega út mánuðinn. Bara keyra hringinn og njóta!