Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 29.06.2022

Ekki láta mig trufla þig!

Ein stærsta ferðamannahelgi ársins er fram undan og eflaust erum við öll sammála um að það sé fullt starf að keyra bíl.

Njótum þess að ferðast og eigum ljúfar stundir á veginum.

Samt er svo ótrúlega margt sem getur dregið athygli okkar frá akstrinum. Síminn, útvarpið, farþegar og umhverfið eru án efa ofarlega þar á lista. Sumt af þessu tökum við ákvörðun um að sinna ekki en annað er erfiðara við að eiga og eftir því sem hraðar er ekið og þreyttari við erum minnkar geta okkar til að taka eftir því sem í umhverfinu er.

Það er eina vitið að byrja ferðalagið vel úthvíld, virða hámarkshraða, tryggja að allir séu í öryggisbúnaði og með höfuðpúðana rétt stillta, taka ekki fram úr nema góð sýn sé fram á við og láta það ekki pirra okkur ef umferðin gengur hægt.

Njótum þess að ferðast og eigum ljúfar stundir á veginum.