Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 28.07.2021

Þér kann að vera hætta búin

Notkun svefn- og slævandi lyfja er talsvert mikil hér á landi og talið er að yfir 30.000 einstaklingar fái ávísað slíkum lyfjum árlega.

Margir nota lyfin að staðaldri, en talað er um að þau eigi aðeins að nota í 2-4 vikur í senn, og þurfa svo með tímanum stærri skammta vegna þolmyndunar.

Tölulegar upplýsingar um hversu mörg slys verða árlega vegna notkunar þessara lyfja eru ekki til hérlendis. Ekki er þó ástæða til að halda að þau séu færri hér á landi en víða erlendis en talað er um að þau valdi jafnvel fleiri slysum í umferðinni en neysla áfengis. Í rannsókn sem gerð var hér á landi kom í ljós að þeir sem nota svefn- og slævandi lyf er 40% hættara við beinbrotum vegna byltna og annarra slysa.

Í bæklingnum Þér kann að vera hætta búin er farið yfir áhrif sem svefn- og slævandi lyf geta haft á einstaklinga sem þau taka. Við hvetjum alla sem taka slík lyf að skoða bæklinginn, kanna þekkingu sína á þeim áhrifum sem lyfin kunna að valda og hvaða leiðir eru aðrar færar en notkun lyfjanna og draga þannig mögulega úr slysum.