Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 18.03.2021

Spennum beltin alltaf

Bílbelti hafa margoft sannað gildi sitt. Samt sem áður eru alltaf einhverjir sem sleppa því að nota beltið. 

Belti sem getur skipt öllu máli ef eitthvað gerist og tekur bara tvær til þrjár sekúndur að spenna. Samkvæmt Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefðu 16 ökumenn og farþegar í bifreiðum lifað af bílslys á árunum 2015 til og með 2020, ef þeir hefðu verið með beltin spennt. Einn til viðbótar við þessa tölu er einstaklingur sem var með bílbeltið ranglega spennt eða undir handarkrikanum.

Það leggja allir af stað með það fyrir augum að ekkert gerist og það er mjög margt hægt að gera til þess að minnka líkur á slysum. Enginn ætti að sleppa því að spenna beltið. Ekki einu sinni þótt ekið sé stutta vegalengd.