Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 13.01.2021

Þegar þér hentar

Sparaðu þér sporin og nýttu þér stafrænu þjónustuna okkar. Stærsta þjónustuskrifstofan okkar er nefnilega á vis.is og er opin allan sólarhringinn.

Alheimsfaraldurinn hefur flýtt stafrænni þróun í samfélaginu og þar erum við engin undantekning. Sparaðu þér sporin og nýttu þér stafrænu þjónustuna okkar. Stærsta þjónustuskrifstofan okkar er nefnilega á vis.is og er opin allan sólarhringinn. Þar getur þú klárað málið ─ á þeim tíma sem hentar þér.

Nú höfum við opnað þjónustuskrifstofur okkar aftur en þær hafa verið lokaðar í faraldrinum. Það er opið hjá okkur milli kl. 12 og 15. Til þess að tryggja öryggi þitt og okkar ─ verða fjöldatakmarkanir og grímuskylda á þjónustuskrifstofunum. Ef þig vantar aðstoð við að nýta þér stafrænu þjónustuna þá erum við til taks. Kíktu til okkar eða sláðu á þráðinn, síminn er 560-5000. Þú getur svo alltaf sent okkur línu á vis@vis.is.

 

Við erum til staðar fyrir þig.

Starfsfólk VÍS


,