Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 12.07.2021

Hviðuspá komin á blika.is

Á ferð um landið getur oft verið erfitt að átta sig á vindhviðuhættu.

Þrátt fyrir hægan meðalvind geta orðið varasamar vindhviður á svæðum með ákveðin landfræðileg einkenni. Illmögulegt er fyrir flesta að þekkja alla slíka staði. Núna eru komnir nokkrir þekktir vindhviðu staðir á þjóðvegum landsins undir Hviður á blika.is. Fleiri þekktir hviðustaðir eiga svo eftir að bætast við þegar fram líða stundir.

Spáin nær þrjá daga fram í tímann og er uppfærð fjórum sinnum á sólarhring. Með þessum upplýsingum er mun auðveldara að vera ekki á ferðinni þegar aðstæður geta verið varhugaverðar.

Lítil breyting á vindi getur haft mikil áhrif á vindhviður. Því er gott að fylgjast vel með rétt áður en lagt er af stað. Talað er um að ef hviður ná 30 m/sek sé ekki æskilegt að vera á ferðinni á fólksbíl og ef eftirvagn er með í för eða verið er á húsbíl þá er miðað við að vera ekki á ferðinni ef hviður eru meira en 20 m/sek.