Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 26.03.2021

Forvarnarstarf fyrir ungmenni í vinnuskólum sveitarfélaga

VÍS, Vinnuverndarskóli Íslands og Grundarfjarðarbær hafa gert með sér samkomulag um framleiðslu á námsefni fyrir ungmenni í vinnuskóla sveitarfélagsins.

VÍS, Grundarfjarðarbær og Vinnuverndarskóli Íslands hafa gert sér samkomuleg um vinnslu á efni fyrir ungmenni í Vinnuskóla sveitarfélagsins.

Um er að ræða öflugt forvarnarstarf fyrir ungmenni sveitarfélagsins þar sem kastljósinu er beint að vinnuvernd. Þetta er því sannkallað brautryðjendastarf og Grundarfjarðarbær er fyrsta sveitarfélagið sem býður upp á þessa þjónustu. Sveitarfélagið tekur þátt í þróun námsefnisins en sú vinna hófst um áramótin. Námsefnið er hugsað fyrir börn og ungmenni í vinnuskólum og sumarstörfum hjá sveitarfélaginu. Einnig verður útbúið sérstakt námsefni fyrir flokkstjóra og umsjónarfólk. Stefnt er að því að fyrstu námskeiðin verði haldin í vor svo unga fólkið geti kynnt sér námsefnið fyrir sumarið.

Í kjölfarið mun öðrum sveitarfélögum standa til boða að nýta sér fræðsluefni og þjónustu Vinnuverndarskóla Íslands.

Kennslan fer fram í vendinámi líkt og í öðrum námskeiðum Vinnuverndarskóla Íslands sem þýðir að námsefnið er rafrænt og verkefnavinna gagnvirk. Hvert sveitarfélag getur því útfært námsefnið eftir því sem hentar.