Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 07.01.2021

Fimm sinnum sýnilegri

Vissirðu að þú ert fimm sinnum sýnilegri með endurskin?  Slíkt getur skipt miklu máli í svartasta skammdeginu ─ og komið í veg fyrir slys.

Staðreyndin er sú, að ökumaður sér ekki vegfaranda sem er dökkklæddur fyrr en í 25 metra fjarlægð. Ef vegfarandi er með endurskin, þá sést hann í allt að 125 metra fjarlægð.  

Ef yfirhöfnin þín er ekki með endurskinsmerki, þá eru möguleikarnir endalausir. Þú getur valið hangandi endurskin, límd, straujuð, smellt, farið í vesti og svo framvegis.

Við hvetjum þig og þína ─ til þess að sjást betur.


,