Eru dekkin klár fyrir sumarið?
Samkvæmt dagatalinu er tími nagladekkjanna liðinn. Nú er því réttur tími til þess að yfirfara dekkin sem á að nota í sumar. Enginn ætti nefnilega að gefa afslátt af dekkjunum ─ því góð dekk skipta miklu máli.

- Dekk hafa líftíma eins og margt annað. Almennt er mælt með að aka ekki á eldri dekkjum en 10 ára.
- Mynstursdýpt yfir sumarið má ekki vera minni en 1,6 mm og á það við um allt mynstrið en ekki bara hluta þess.
- Réttur loftþrýstingur eykur stöðuleika, styttir stöðvunarvegalengd, minnkar eyðslu bíls og slit dekkja.
- Dekk fólksbíla sem eru 3.500 kg eða minna að þyngd verða öll að vera sömu gerðar.
- Sekt við að aka á nöglum frá 15. apríl til 31. október er kr. 20.000.- á dekk.
- Tilvalið er að láta fagmenn meta gæði dekkjanna, ef þú ert í vafa.
- Hrein dekk virka mun betur en dekk sem hafa sem hafa t.d. safnað tjöru á sig.