Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 11.10.2021

Ertu nokkuð á skautum?

Það er ekki hressandi að lenda í því að skauta áfram á lélegum dekkjum þegar vetur konungur bankar upp á með snjó og hálku. Við getum aldrei verið alveg viss hvenær það gerist og þá er gott að vera undirbúin.

Góð dekk eru án efa einn af mikilvægustu öryggisþáttum hvers og eins ökutækis og við hvetjum þig til að skoða þín. Mynsturdýpt vetrardekkja þarf að vera að lágmarki þrír millimetrar og loftþrýstingurinn í lagi, alveg eins og blóðþrýstingurinn. Til að dekra svo aðeins við dekkin þá mælum við með því að tjöruhreinsa þau reglulega til þess að auka gripið.

Það margborgar sig að vera á góðum dekkjum. Þau auka stöðugleika, stytta hemlunarvegalengd, minnka líkur á að bíllinn fljóti upp í bleytu og krapa og síðast en ekki síst þá verður eyðslan minni.

Þarft þú að kaupa ný dekk?

Við hvetjum viðskiptavini okkar til að kynna sér fríðindasíðu okkar en þar geta þeir fengið allt að 25% afslátt af dekkjum.