Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 06.10.2021

Er slotið klárt fyrir veturinn?

Flestir tengja altjón á sumarhúsi við bruna en það getur líka gerst þegar vatn lekur. Sér í lagi ef einhver tími líður frá því að byrjar að leka og þar til lekinn uppgötvast. Því miður hefur orðið aukning á alvarlegum vatnstjónum hjá okkur síðustu þrjú ár. Algengustu orsakirnar eru þegar frýs í lögnum eða þegar tengingar við vatnstengd tæki gefa sig. Til að koma í veg fyrir slík tjón eru forvarnir gríðarlega mikilvægar og hvetjum við þig til að huga að þeim.

Hvað getum við gert til að koma í veg fyrir slíkt tjón?

 • Hafa vatnsskynjara sem gefur tilkynningu um leka í síma.
 • Skrúfa fyrir inntak heita og kalda neysluvatnsins og tæma viðtengd tæki þegar bústaður er yfirgefinn.
 • Fara yfir tengingar vatnstengdra tækja a.m.k. einu sinni á ári.
 • Fá tilkynningar ef bústaður verður rafmagns- og/eða heitavatnslaust. Við það getur kólnað hratt sem getur orsakað bilanir á tækjum og vatnslögnum, sér í lagi að vetri til.
 • Nota hitaþræði við vatnslagnir þar sem hætt er við að frjósi í.
 • Hafa vatnsinntak í sér rými fyrir utan húsið.
 • Hafa lokað hringrásarkerfi á upphitun bústaðar og gæta þess að yfirfara frostlagarblönduna samkvæmt upplýsingum framleiðanda.

Mikilvægar eldvarnir sem ekki má gleyma:

 • Virkir reykskynjarar í öllum rýmum. Reykskynjarar með 10 ára rafhlöðu eru góður kostur. Ef þess nýtur ekki við þá skipta um 9 volta rafhlöðu árlega.
 • Eldvarnarteppi á áberandi stað í eldhúsi en þó ekki of nærri eldavél.
 • Yfirfarið slökkvitæki við flóttaleið.
 • Tvær greiðar flóttaleiðir af svefnlofti.

Inn á Öryggi passar má finna öryggisvörur sem margar hverjar eru á afslætti fyrir VÍSara. 

Fyrir nánari upplýsingar um öryggi í sumarhúsum er að finna á vis.is.