Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 08.01.2021

Appelsínugul viðvörun á Austurlandi

Útlit er fyrir mjög krappa lægð fyrir norðan land í fyrramálið með snörpum vindstreng inn á norðaustan- og austanvert landið.

Spáð er meðalvindi allt að 23-28 m/s og er hætt við foki og skemmdum á húsum og lausamunum utandyra. Einna hvassast verður á Austurlandi en búast má við vindhviðum allt að 40-50 m/s allt frá Húsavík austur að Kirkjubæjarklaustri.

Við hvetjum alla sem eru á ofangreindu svæði að gera ráðstafanir og vera ekki á ferðinni meðan veðrið gengur yfir. Appelsínugul viðvörun er fyrir svæðið og er klókt að renna yfir ráðleggingar okkar þegar þeim litakóða er spáð.


,