Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 17.01.2020

Veðurviðvaranir halda áfram

Enn og aftur eru viðvaranir í veðurkortum. Einar Sveinbjörnsson hjá Veðurvaktinni spáir snörpum leysingum aðfararnótt sunnudags. SA-stormi með talsverðri rigningu sunnan- og vestanlands snemma

Enn og aftur eru viðvaranir í veðurkortum. Einar Sveinbjörnsson hjá Veðurvaktinni spáir snörpum leysingum aðfararnótt sunnudags. SA-stormi með talsverðri rigningu sunnan- og vestanlands snemma morguns. Hann segir óveðurslægðina fara langt fyrir vestan land og skil hennar með rigningu fari hratt yfir landið.  Hitinn komst í 5 til 6 stig á láglendi um tíma undir hádegi. Því megi búast við talsveðum vatnsaga í þéttbýli þar sem snjór er fyrir, einkum um Vestanvert landið, þar með talið á höfuðborgarsvæðinu. Norðanlands er spáð minni rigningu en þar er reyndar víða nokkur snjór í byggð. Til fjalla blotni í snjónum og skammvinn hláka valdi því fyrst og fremst leysingum á láglendi. Veðrið fari svo aftur hratt kólnadi og frysti á mánudagsnóttina. 

Við hvetjum alla til að huga að niðurföllum. Tryggja að vatn eigi greiða leið að þeim og þau virki vel. Eins að moka snjó af svölum þar sem algengt er að vatn leki inn ef það er ekki gert og slík tjón ekki bætt. Eins er gott að moka snjó frá húsveggjum til að vatn liggi síður upp við þá. Eins er mikilvægt að allir séu meðvitaðir um að mjög hált geti orðið þar sem klaki er til staðar. 


,