Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn |06.08.2020

Vantar eitthvað af listanum í þinn bíl?

Ef eitthvað kemur uppá á ferðum okkar um landið er gott að geta gripið í réttu græjurnar. Vantar eitthvað hjá þér af listanum?

Mikilvægt er að hafa réttu tækin og tólin í bílnum á ferðalaginu um landið. Ef eitthvað kemur uppá er gott að geta gripið í réttu græjurnar. Svo er gott að aðstoða náungann ef við höfum tök á. Ef ekkert gengur, þá er auðvitað alltaf hægt að hringja í ef eitthvað kemur uppá á ferðum okkar um landið.

Eftirfarandi listi er ekki tæmandi en er ágætur til að miða við:

  • Sjúkragögn.
  • Viðvörunarþríhyrningur.
  • Bílrúðulímmiði til að setja yfir litla skemmd eftir grjótkast.
  • Loftmæli og jafnvel loftdælu.
  • Dráttarkaðall.
  • Tjakk, felgulykill og varadekk eða kvoðuviðgerðarsett.
  • Yfirhöfn.

Svo má auðvitað ekki gleyma að fara með gát og hafa fulla athygli við aksturinn. Ekki gleyma að spenna öryggisbeltin. Góða ferð og góða skemmtun.