Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 01.04.2020

Styrkjum góð málefni

Þegar viðskiptavinir okkar kaupa líf- og sjúkdómatryggingar á netinu hafa þeir val um að styrkja góðgerðarfélög. Valið stendur milli þriggja góðgerðarfélaga. Fyrir hverja milljón, sem viðskiptavinur okkar velur í tryggingarfjárhæð, fara 1.000 krónur til góðgerðarmála. Þeir viðskiptavinir okkar sem kaupa líf- og sjúkdómatryggingu á netinu hafa því tækifæri til þess að láta gott af sér leiða.

Félögin sem hægt er að styrkja eru:

  • Hjartaheill - landssamtök hjartasjúklinga. Hlutverk samtakanna er að stuðla að betri heilsu og bættum lífsgæðum í íslensku samfélagi. Félagið leggur áherslu á forvarnir, fræðslu og meðferð hjartasjúkdóma.
  • Kraftur - stuðningsfélag ungs fólks með krabbamein og aðstandendur þeirra.  Markmið félagsins er að styðja við ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra.
  • MS félag Íslands - Markmið félagsins er að veita þeim,  sem greinst hafa með MS sjúkdóminn og aðstandendum þeirra, stuðning. Markmiðið er einnig að stuðla að öflugu félags- og fræðslustarfi.

Þau góðgerðarfélög sem valin voru sinna öflugum forvörnum og hlúa að fólki er greinst hafa með alvarlega sjúkdóma.