Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 12.06.2020

Rafmagnshlaupahjól - skemmtilegur ferðamáti

Rafmagnshlaupahjól eru víða uppseld og margir á biðlista eftir nýrri sendingu. Líkt og með margt annað geta slys orðið við notkun hjólanna, sér í lagi ef ekki er hugað að örygginu.

Rafmagnshlaupahjólin eru að falla í kramið hjá landanum. Þau eru víða uppseld og margir á biðlista eftir nýrri sendingu. Líkt og með margt annað geta slys orðið við notkun hjólanna, sér í lagi ef ekki er hugað að örygginu. fjallaði nýlega um mikilvægi öryggis á rafmagnshlaupahjólum í kjölfar slyss þar sem ekið var á 10 ára gamlan dreng og hvetur til árvekni foreldra.

Samkvæmt umferðarlögum er ekkert aldurstakmark á rafmagnshlaupahjólum. Þó er mjög mikilvægt að fara eftir viðmiðum og leiðbeiningum frá framleiðanda. Þar getur aldurstakmark verið mismunandi eftir hámarkshraða hjóls, t.d. átta ár ef hámarkshraði er 12 km/klst, 14, 16 eða 18  ára ef hámarkshraði  25 km/klst eða aldurstakmark út frá hæð notanda. Ekki er víst að allir foreldrar átti sig á þessum viðmiðum þar sem sjá má krakkar allt niður í átta ára, á hjólum með hámarkshraða 25 km/klst.

Hámarkshraði rafmagnshlaupahjóla er mismunandi eftir tegundum og hámarkshraði getur verið frá sex km/klst. Hér á landi er leyfilegt að vera á hjóli sem kemst allt að 25 km/klst en ef hjólið fer hraðar verður það að vera skráningarskylt, á númeri, með stefnuljós og þess háttar. Mikilvægt er að foreldrar séu meðvitaðir um að til eru öpp þar sem hægt er að hækka hámarkshraða umfram 25 km/klst. Aldrei má það gleymast að eftir því sem hraðar er farið, þeim mun meiri hætta er á að alvarlegum áverkum ef slys verður. Tryggingar bæta ekki á slys þar sem hraði var meiri en 25 km/klst og ef hjól fer yfir þann hraða, þarf að skrá hjólið á númer.

Á rafmagnshlaupahjóli á að vera á stígum og gangstéttum en ekki götunni. Þar ber að víkja fyrir gangandi, halda sig hægra megin og láta vita af sér með léttri hringingu á bjöllu. Svo þarf að gera ráð fyrir því að aðrir í umhverfinu sjái mann ekki og geri ekki endilega það sem maður á von á. Í þeim aðstæðum er mikilvægt að hafa fulla athygli og vera á hæfilegum hraða.

Allir ættu að hafa hjálm á hjólinu. Hjálmur er samt ekki bara hjálmur því hann þarf að vera í lagi og rétt stilltur. Annars veitir hann falska vörn. Til þess að auka enn frekar öryggið á hlaupahjólinu, þá eru hlífar á hné og olnboga málið.

Framleiðendur eru með leiðbeiningar meðal annars um umgengni, stillingar, hleðslu, öryggisbúnað, notkun og viðhald. Mikilvægt er að fara yfir leiðbeiningarnar áður en byrjað er að nota hjólið til þess að auka öryggi sitt og líftíma hjóls. Til að mynda má sjá mörg börn með stýri hlaupahjólsins alltof hátt stillt sem dregur úr stjórn þeirra á hjólinu og eykur líkur á að stýrið fari í andlit, háls og brjóstkassa ef þau detta.

Þjófnaður og slys á rafmagnshlaupahjóli er tryggt í gegnum F plús 2, 3 og 4 svo fremur sem hjólið fari ekki hraðar en 25 km/klst. Innbúskaskó tekur síðan á tjónum sem verða á hjólinu sjálfu.


,