Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 15.05.2019

Varasamir hleðslubankar

Komið hefur í ljós að hleðslubankar sem notaðir hafa verið í gjafir hjá VÍS hafa ekki uppfyllt þær öryggiskröfur sem VÍS vill sjá í sinni gjafavöru en í tvígang hefur rafhlaða hleðslubanka bólgnað upp. Fyrirtæki með sérfræðiþekkingu í rafmagnstækjum var fengið til að fara yfir öryggi þessara hleðslubanka og var niðurstaðan að um framleiðslu og/eða hönnunargalla væri að ræða.

Komið hefur í ljós að hleðslubankar sem notaðir hafa verið í gjafir hjá VÍS hafa ekki uppfyllt þær öryggiskröfur sem VÍS vill sjá í sinni gjafavöru en í tvígang hefur rafhlaða hleðslubanka bólgnað upp.

Fyrirtæki með sérfræðiþekkingu í rafmagnstækjum var fengið til að fara yfir öryggi þessara hleðslubanka og var niðurstaðan að um framleiðslu og/eða hönnunargalla væri að ræða.

Vegna þessa biðjum við alla sem hafa fengið slíkan hleðslubanka frá okkur um að farga honum með því að fara með hann á næstu endurvinnslustöð.