Ólafur Lúther Einarsson, framkvæmdastjóri Kjarnastarfsemi VÍS, hefur ákveðið að láta af störfum. Samhliða hafa verið gerðar breytingar á skipuriti félagsins og fækkar um einn í framkvæmdastjórn. Sviðið Fjárfestingar og rekstur verður lagt niður og dreifast verkefni þess á önnur svið.  Fjárfestingar færast á Skrifstofu forstjóra og fjármálastjórn verður í Kjarnastarfsemi undir stjórn Valgeirs. UT færist til Stafrænnar þróunar og Innkaup til Mannauðs. Engar breytingar verða í Þjónustu. Breytt skipurit tekur gildi í dag.

Ólafur hefur starfað hjá VÍS frá árinu 2002, fyrst sem lögmaður á tjónasviði, svo sem yfirlögfræðingur og ritari stjórnar frá 2010 til 2017, en að lokum sem framkvæmdastjóri frá september 2017. Ólafi er þakkað fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og mikilvægt framlag í gegnum árin.