Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 16.04.2019

Hvernig tryggir þú vespu?

Um leið og vorar í lofti fara vespurnar á stjá. Margir eru nú þegar búnir að draga þær fram og nýir eigendur hafa bæst í hópinn frá síðasta ári. Við það tækifæri er gott að minna á hvernig trygginga- og öryggismálum er háttað.

Um leið og vorar í lofti fara vespurnar á stjá. Margir eru nú þegar búnir að draga þær fram og nýir eigendur hafa bæst í hópinn frá síðasta ári. Við það tækifæri er gott að minna á hvernig trygginga- og öryggismálum er háttað.

Vespur sem flokkast sem létt bifhjól í flokki I, þ.e. vespur sem fara ekki hraðar en 25 km/klst., eru ekki vátryggingaskyldar líkt og önnur ökutæki. Hjá okkur falla þær undir F plús fjölskyldutrygginguna sem bætir:

  • Slys ef verið er með F plús 2, 3 og 4 en mikilvægt er að hafa í huga að slysatrygging gildir einungis fyrir þá einstaklinga sem tilheyra F plús tryggingu fjölskyldunnar. Hún gildir því ekki fyrir aðra sem kunna að aka vespunni eða eru farþegar ef þeir eru ekki með F plús tryggingu.
  • Þjófnað á læstum vespum.
  • Tjón á vespum.
  • Tjón sem er ökumaður veldur öðrum séu þau skaðabótaskyld.

Bætur geta ávallt verið skertar ef ökumaður sýnir stórkostlegt gáleysi.

  • Ökumaður þarf að hafa náð 13 ára aldri.
  • Skylda er að vera með hjálm á vespum.
  • Aka má á götum en mælt er með að aka á göngustígum, hjólastígum eða gangstétt og taka þar fullt tillit til annarra vegfaranda.
  • Einungis 20 ára og eldri mega gefa far og verður hjólið þá að vera gert fyrir farþega.
  • Ef innsigli er rofið svo hægt sé að keyra vespuna hraðar en 25 km/klst. telst hún ekki í flokki léttra bifhjóla í flokki I og þá gildir F plús tryggingin ekki. Tryggja þarf vespur sem komast hraðar en 25 km/klst. í ökutækjatryggingu og þá er réttinda krafist.

,