Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 18.12.2019

Breytingar á vátryggingaskyldu torfærutækja

Frá næstu áramótum verður slysatrygging ökumanns og eiganda ekki lengur skyldutrygging á torfærutæki sem ekki eru ætluð til notkunar í almennri umferð. Við munum þó áfram bjóða upp á trygginguna en með breyttum skilmálum. Breytingin er sú, að varanlegur miski þarf að ná 15 stigum til þess að slysið sé bótaskylt.

Ef þú átt torfærutæki og vilt að tryggingin sé felld niður þá getur þú gert það með því að senda okkur póst á vis@vis.is. Ef þú vilt halda tryggingunni þarftu ekki að bregðast við.

Ef þú bætir við þig nýju tæki þarftu að óska sérstaklega eftir slysatryggingu ökumanns og eiganda á tækið.

Til þess að fræðast meira um þessar breytingar, þá geturðu kynnt þér spurt og svarað hér.