Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 30.12.2019

Allir upp með öryggisgleraugun

Hjá mörgum eru flugeldar, með allri sinni ljósadýrð á himni, órjúfanlegur partur áramótanna. Flugeldarnir eru þó ekki hættulausir og mikilvægt er að fara nákvæmlega eftir leiðbeiningum til að koma í veg fyrir slys.

Hjá mörgum eru flugeldar, með allri sinni ljósadýrð á himni, órjúfanlegur partur áramótanna. Flugeldarnir eru þó ekki hættulausir og mikilvægt er að fara nákvæmlega eftir leiðbeiningum til að koma í veg fyrir slys.

Algengast er að slasa sig  á höndum og augum. Því eru öryggisgleraugu og ullar- eða skinnhanskar nauðsynlegir til  þess að koma í veg fyrir slík slys. Við höfum tekið saman stutt myndband með því helsta sem þarf að hafa í huga. Við hvetjum alla til að gefa sér tíma til þess að til að fara þessi atriði - því ávallt er best er að koma í veg fyrir að slysin eigi sér stað. Öll viljum við eiga gleðileg og slysalaus áramót.

  • Fara yfir leiðbeiningar.
  • Passa uppá börn og virða aldursmörk á vörum.
  • Gera ráðstafanir með dýr.
  • Nota öryggisgleraugu og ullar- eða skinnhanska.
  • Geyma vörur fjarri skotstað og ekki í vasa.
  • Virða fjarlægðarmörk frá skotstað.
  • Nota stöðugar undirstöður.
  • Tendra í með útréttri hendi, og víkja strax frá.
  • Ef vara virkar ekki láta hana vera í nokkrar mínútur.
  • Ekki meðhöndla flugelda ef vímuefna hefur verið neytt.

,