Leyfilegt er að vera á nagladekkjum frá 1. nóvember til 14. apríl.
Góð vetrardekk eru án efa einn af mikilvægustu öryggisþáttum hvers og eins ökutækis.
Mynsturdýpt þeirra skal vera 3mm og gildir sú regla um öll ökutæki.
Betri dekk auka stöðugleika, stytta hemlunarvegalengd, minnka líkur á að bíllinn fljóti upp í bleytu og krapa og síðast en ekki síst þá verður eyðslan minni.
Kynntu þér myndband frá Samgöngustofu þar sem farið er yfir undirbúning fyrir vetrarakstur á 90 sekúndum.