Neyðartilvik
Slys á fólki innanlands
Ef um slys á fólki er að ræða skaltu samstundis kalla til lögreglu í síma 112.
Slys á fólki og veikindi erlendis
Ef þú lendir í alvarlegu slysi eða ófyrirséðum og alvarlegum veikindum á ferðalagi erlendis, þarf sú sjúkrastofnun sem þú leitar til að fá ferðatrygginguna þína staðfesta. Þú tilkynnir málið til SOS International og ef ferðatrygging er fyrir hendi sér SOS International um að staðfesta hana og greiða fyrir þá þjónustu sem þér er veitt sé málið bótaskylt. Hjá SOS International er sólarhringsvakt þar sem sérþjálfað starfsfólk getur einnig aðstoðað þig við að útvega lækni, sjúkrahúsvist og heimflutning. Hægt er að tilkynna til SOS International með því að hringja eða fara í gegnum rafrænt ferli:
- Hringja í SOS International: Sími +45 3848 8080
- Tilkynna rafrænt
- Sjá nánari upplýsingar um staðfestingu ferðatrygginga.
Eignatjón
Ef alvarlegt eignatjón verður, til dæmis vegna bruna eða vatns, skaltu hafa samband við neyðarþjónustu VÍS í síma 560 5000. Við erum á vakt allan sólarhringinn.
Ökutækjatjón
Þú getur haft samband við Arekstur.is ef þú þarft aðstoð við að fylla út tjónstilkynningu. Þessi þjónusta er veitt á höfuðborgarsvæðinu milli 7:45 og 18:30 á virkum dögum og milli 12:00 og 17:00 á laugardögum. Síminn er 578 9090.
Lögbrot
Ef grunur er um lögbrot til dæmis innbrot eða skemmdarverk, skaltu samstundis kalla til lögreglu í síma 112.
Í hvernig tjóni lentir þú?
Við vitum að allt getur gerst! Þess vegna er mikilvægt að þú vitir hvernig bregðast á við ef þú lendir í tjóni.
Við erum reiðubúin að aðstoða og leiðbeina þegar þú þarft á okkur að halda.
Verkstæði og bílaleigur
Tjónaskoðun viðgerðarhæfra ökutækja, fyrir viðgerð, fer fram á viðurkenndum verkstæðum sem eru með samning við VÍS.
Nauðsynlegt er að hafa samband við okkur áður en leitað er annað en til þeirra sem er að finna á þessum lista.
Við ráðleggjum þér að bíða eftir því hvort þú fáir tjónið bætt áður en viðgerð hefst eða stofnað er til kostnaðar sem tengist tjóninu.
Tjónaskoðun VÍS
Ef tjónamunir eru mikið skemmdir og óviðgerðarhæfir er tjónið metið í Tjónaskoðun VÍS. Tjónið er svo greitt út samkvæmt markaðsvirði tjónamunar.
Tjónaskoðun viðgerðarhæfra ökutækja, fyrir viðgerð, fer fram á viðurkenndum verkstæðum sem eru með samning við VÍS.
Á uppboðsvef VÍS fer fram uppboð á hlutum sem hafa skemmst í ýmiskonar tjónum eins og ökutækjatjónum, innbústjónum og bruna- eða vatnstjónum. Allir hlutir sem eru á uppboði eru til sýnis frá kl. 9:00 til 13:00 á mánudögum í Tjónaskoðun VÍS.
- Tjónaskoðun VÍS
- Smiðshöfða 3-5, 110 Reykjavík
- Almennur opnunartími: Allir virkir dagar frá kl. 12-15
- Opnunartími vegna uppboða: Mánudagar frá kl. 9-13
Aðrar upplýsingar
Hér höfum við tekið saman ýmsar upplýsingar sem varða tilkynningu og afgreiðslu tjóna.
Gagnagátt VÍS
Okkur er annt um öryggi gagna þinna. Þú getur afhent okkur persónuupplýsingar með öruggum hætti í gegnum gagnagátt VÍS. Þú verður að vera með rafræn skilríki til þess að nota gagnagáttina.
Í gegnum gagnagáttina getur þú miðlað gögnum til okkar sem varðar heilsufarsupplýsingar sem tengjast líf- og heilsutjónum svo sem gögn vegna slysa, veikinda eða andláts.