Þú getur tilkynnt öll tjón á netinu
- Þú þarft ekki að mæta á staðinn. Þú getur tilkynnt öll tjón til okkar á netinu, stór og smá. Á síðunni Lentir þú í tjóni finnur þú upplýsingar um viðbrögð við tjónum. Ef þú þarft á okkur að halda erum við til staðar fyrir þig, svo ekki hika við að hafa samband.
- Einfalt og þægilegt. Tjón og óhöpp valda okkur oft hugarangri og því er mikilvægt að allt gangi fljótt og vel fyrir sig. Við leggjum mikla áherslu á að afgreiða tjón hratt og örugglega og getum í sumum tilfellum afgreitt þau samstundis. Þetta á við um tjón á símum, sjónvörpum, snjallúrum, gleraugum og skemmdum á matvælum. Þegar við afgreiðum tjón samstundis, styðjumst við við sjálfvirka ákvörðunartöku. Þú getur alltaf afþakkað sjálfvirka ákvörðunartöku og fengið okkur til að taka tjónið til skoðunar handvirkt.
- Við stöndum með þér. Einstaklingar sem eru í viðskiptum við VÍS fara sjálfkrafa í Vildarkerfið og fá þar vildareinkunn sem byggir á fjölda trygginga, viðskiptalengd og fjölda tjóna. Við vitum að viðskiptavinir okkar lenda annað slagið í tjóni og gerum því ekki kröfu um tjónleysi til viðskiptavina sem eru í hærri vildarþrepum til að halda óbreyttum vildarkjörum.
- Bílahjálp VÍS. Viðskiptavinir okkar sem eru í brons, silfur, gull eða demants vildarþrepi geta fengið aðstoð hjá Bílahjálp VÍS fyrir fólksbílinn sinn í síma 560 5000. Þú getur séð upplýsingar um stöðu þína í vildarkerfi VÍS í VÍS appinu.
