Hoppa yfir valmynd

Náttúruhamfarir og tryggingar

Náttúruhamfaratrygging Íslands (NTÍ) er opinber stofnun sem hefur það hlutverk að tryggja húseignir og mannvirki gegn tjóni af völdum náttúruhamfara, eins og jarðskjálfta, eldgosa, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða.

Náttúruhamfaratrygging Íslands greiðir bætur sem byggjast á þeirri tryggingavernd sem viðkomandi tjónþoli hefur hjá sínu tryggingafélagi.

---

Við höfum tekið saman upplýsingar sem útskýra hvernig almenn tryggingavernd hefur áhrif á bætur NTÍ og að hverju þarf að huga svo tryggingaverndin endurspegli verðmæti eigna.

NTÍ bætir eftirfarandi

  • Tjón á húseignum. Allar brunatryggðar húseignir eru tryggðar fyrir náttúruhamförum hjá NTÍ. Brunatrygging húseigna er skyldutrygging á Íslandi og er tryggingarfjárhæð þeirra samkvæmt brunabótamati frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS).
  • Tjón á innbúi og öðrum lausamunum. Brunatryggt innbú og aðrir brunatryggðir lausamunir eru tryggðir fyrir náttúruhamförum hjá NTÍ. Tryggingarfjárhæð er samkvæmt skráðu verðmæti í heimilistryggingu og lausafjártryggingu.
  • Tjón á brunatryggðum ökutækjum. Ökutæki sem eru brunatryggð með brunatryggingu ökutækja eru tryggð fyrir náttúruhamförum hjá NTÍ.

Gott að vita

  • Við mælum með viðbótarbrunatryggingu ef brunabótamat fasteignar endurspeglar ekki áætlaðan kostnað við endurbyggingu fasteignarinnar eftir brunatjón. Þú getur notað reiknivélina okkar til að sjá hvort þú þurfir viðbót­ar­bruna­trygg­ingu.
  • Bætur vegna innbústjóns byggja á skráðu verðmæti innbús í heimilistryggingu. Þú getur notað reiknivélina okkar til að reikna út verðmæti innbús.
  • Kaskótrygging ökutækja bætir tjón af völdum grjóthruns, skriðufalla, snjóflóðs úr fjallshlíð, aur- eða vatnsflóðs og eldinga. Kaskótrygging bætir ekki tjón af völdum eldgoss og jarðskjálfta.
  • Ekki er hægt að breyta tryggingunum eða gera nýja tryggingasamninga um eignir á hættusvæðum eftir að búið er að lýsa yfir neyðarástandi almannavarna. 
  • Tjón af völdum náttúruhamfara eru tilkynnt á heimasíðu NTÍ.

Upplýsingarnar hér fyrir ofan eiga einnig við um fyrirtæki. Hjá VÍS eru tjón vegna náttúruhamfara bótaskyld í slysatryggingu launþega, vinnuvélatryggingu og húftryggingu íslenskra fiskiskipa sé trygging til staðar. Rekstrarstöðvun vegna náttúruhamfara er ekki bætt úr rekstrarstöðvunartryggingu VÍS. Slíkt tjón er heldur ekki bætt hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ).

Þú getur séð yfirlit yfir tryggingarnar þínar í VÍS appinu eða með því að skrá þig inn á vefinn okkar.
Ekki hika við að hafa samband við okkur ef eitthvað er óljóst eða þú vilt breyta tryggingavernd þinni.

Algengar spurningar

Er húsið mitt tryggt ef það verður fyrir tjóni af völdum náttúruhamfara? 
Er innbúið mitt tryggt ef það verður fyrir tjóni af völdum náttúruhamfara? 
Er bíllinn minn tryggður ef hann verður fyrir tjóni af völdum náttúruhamfara?
Hvernig eru fyrirtæki tryggð fyrir tjóni af völdum náttúruhamfara?
Hvernig veit ég hvort ég sé með rétta tryggingavernd? 
Er hægt að uppfæra tryggingarnar mínar þegar búið er að lýsa yfir neyðarástandi almannavarna þar sem ég bý?