Hoppa yfir valmynd

Kaskó­trygging bíla­leigu­trygg­ingar

Bílaleigutrygging kreditkortsunderlineinniheldur kaskótryggingu (e. Loss Dam­a­ge Wai­vier and/​or Coll­isi­on Dam­a­ge Wai­ver).

Há­marks­bæt­ur er 50.000 USD og eig­in áhætta er al­mennt 25.000 kr.

Ef þú kaupir kaskótryggingu hjá bílaleigunni sem er til dæmis með eigin áhættu 150.000 kr. og lendir í tjóni, þá greiðir trygging kortsins mismuninn á eigin áhættum eða 125.000 kr. Sumar bílaleigur gera kröfu um að þú kaupir kaskótryggingu hjá þeim og þá getur þú tekið háa eigin áhættu hjá bílaleigunni og fengið mismuninn greiddan úr tryggingu kortsins. 

Tryggingin bætir

  • Kostnað vegna skemmda á bílnum og eðlilegum aukahlutum hans af völdum árekstrar, áaksturs, veltu, útafaksturs, eldinga, eldsvoða og sprengingar.
  • Kostnað vegna þjófnaðar og skemmdarverka á bílnum.

Tryggingin bætir ekki

  • Tjón á bílaleigubílum sem ekki eru leigðir af korthafa.
  • Tjón þegar ökumaður hefur ekki öðlast réttindi til að aka ökutæki sem um ræðir, eða hefur misst réttindi til að aka því.
  • Tjón vegna kappaksturs, aksturskeppni, reynsluaksturs eða æfingar fyrir slíkan akstur.
  • Tjón vegna aksturs þar sem er bannað að aka ökutækinu eða utan vega.
  • Tjón vegna skemmda sem verða vegna efnisgalla, hönnunargalla, smíðagalla, viðgerðargalla eða bilunar ökutækisins.
  • Tjón af völdum stríðs, borgarastyrjaldar, óeirða, uppþota, verkfallsaðgerðum, eða annarra sambærilegra atburða.
  • Tjón af völdum kjarnorku, jónandi geislunar og geislavirkra efna. 
  • Tjón af völdum skordýra eða meindýra.

Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.

  • Íslandsbanki: Gull viðskiptakort (GT83), Platinum kort, Platinum viðskiptakort (GT84), MasterCard Platinum, MasterCard Premium, Business Icelandair (GT87)
  • Sparisjóðirnir: Gull viðskiptakort (GT33), Platinum kort (GT34)